Samþykktir Hollvinafélags Annríkis


1. gr.

Félagið heitir  Hollvinafélag Annríkis sem sérhæfir sig í íslenskum þjóðbúningum og skarti.

2. gr.

Heimili félagsins og varnarþing er í Hafnarfirði

3. gr.

Tilgangur félagsins er að efla þekkingu á íslenskum þjóðbúningum og skarti.

4. gr.

Markmið félagsins er að stuðla að skipulagningu viðburða þar sem nýting þjóðbúninga á sér stað.

Standa að fræðsluerindum og styðja við námskeiðahald því tengdu. Koma á samstarfi við innlenda og erlenda aðila sem standa að varðveislu þessa merka menningararfs. Koma á hópastarfi sem styður við markmið félagsins.  

5. gr

Hollvinafélagið mun einkum starfa sem áhugamannafélag án formlegrar aðkomu opinberra aðila. Fullgildir félagsmenn eru þeir sem skrá sig sem Hollvinir Annríkis, og greiða félagsgjald verði það samþykkt og innheimt.

6. gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið.  Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Öllum er heimil þátttaka á aðalfundi félagsins, þó eru einungis fullgildir félagsmenn sem hafa málfrelsi og tillögurétt. 

7. gr.

Aðalfund skal halda eigi síðar en júní ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Tölvupóstur til félagsmanna og Facebook tilkynning teljast þar á meðal sem lögleg boðun aðalfundar. Einfaldur meirihluti  fullgildra félagsmanna á aðalfundi ræður úrslitum mála. Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Til breytinga á samþykktum félagsins þarf samþykki  ¾ fundarmanna.  

8. gr.

Stjórn félagsins skal skipuð  félagsmönnum, formanni og 2 meðstjórnendum og 2 til vara,  kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn.  Stjórnin skiptir með sér verkum.  Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.  Formaður boðar til funda. 

Stjórnarfundur er ályktunarhæfur ef meirihluti stjórnarmanna sækja fund.  Afl atkvæða ræður  úrslitum á stjórnarfundum.  Ef atkvæði falla jafnt ræður atkvæði formanns.  Stjórn félagsins  veitir umboð og prókúru fyrir hönd félagsins. Meirihluti stjórnar þarf að skrifa undir meiriháttar skuldbindingar félagsins svo að gilt sé.

9. gr.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Breytingar á samþykktum félagsins
  5. Ákvörðun félagsgjalds.
  6. a) Kosning 3 fulltrúa í aðalstjórn (aðalstjórn skiptir með sér verkum) c) Kosning 2 fulltrúa í varastjórn  d) kosning skoðunarmanns reikninga.
  7. Önnur mál

10. gr.

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til uppbyggingar á starfsemi samkvæmt gr.3

11. gr.

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með samþykki 3/4 fundarmanna.  Eignir félagsins í formi fjármuna og gjafa skulu þá renna til Annríkis þjóðbúningar og skart sem vinnur samkvæmt markmiðum félagsins gr.4. 

Samþykktir þessar verða lagðar fram ásamt undirrituðum listum félagsmanna til samþykktar sem reglur og félagsmenn á listum sem fullgildir stofnfélagar á formlegum stofnfundi Hollvinafélags Annríkis þjóðbúningar og skart.

Dags: 27. febrúar 2021