Framhalds stofnfundur

Þann 1. júní 2015 komu nokkrir einstaklingar saman í húsakynnum Annríkis og stofnuðu fræðafélag um íslenska búninga, skart og handverk.  Aðalmarkmið félagsins verður að stuðla að stofnun Fræðaseturs hjá Annríki – Þjóðbúningar og skart og miðla þaðan þeirri þekkingu sem skapast hefur hjá fyrirtækinu.

Nú er komið að framhalds stofnfundi sem haldinn verður fimmtudaginn 22. október kl 17:30 hjá Annríki – Þjóðbúningar og skart á Suðurgötu 73 í Hafnarfirði.
Velunnarar Annríkis – Þjóðbúninga og skarts og íslenska búningsins eru boðnir velkomnir en hægt er að skrá sig í félagið hér

Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Markmið og stefna félagsins kynnt fundarmönnum
  3. Lög félagsins lögð fram til samþykkis
  4. Ákvörðun félagsgjalds
  5. Kosning stjórnar
  6. Önnur mál

Drög að samþykktum félagsins sem verða lögð fram á fundinum.

Drög að samþykktum fræðafélags 2015