Fjallkona Hrunamanna

Fjallkona Hrunamanna kemur fram í kyrtli á þjóðhátíðardaginn 17. júní.  Valdar eru konur úr sveitinni til að vera fulltrúi fjallkonunnar ár hvert.  Henni fylgja yfirleitt fermingarbörn tvær stúlkur og tveir drengir sem eru þá í íslenska búningnum.  Stúlkurnar í 20. aldar upphlut og drengirnir í nýja íslenska karlabúninginum.

Kvenfélag Hrunamannahrepps á og sér um klæðnað og skart fjallkonunnar.

 

Staður: Fjallkona Hrunamanna
Hver saumaði: Sigríður Guðmundsdóttir og Hrefna Ólafsdóttir
Ár saumaður: 1968
Tegund: Kyrtill, skaut og blæja
Skart: Koffur úr silfri, gylltur.
Steypt stokkabelti úr silfri, gyllt.
Lýsing á klæðnaði: Ljósblár kyrtill í tveimur hlutum úr þykku satinefni.  Kyrtillinn er skreyttur með gylltum zigzag borðum sem voru álímdir á sínum tíma.  Blúnda er framaná ermum og í hálsmáli.
Skaut fylgir búningnum og blæja úr ensku neti með blúndu, blæjan var endurnýjuð árið 2012?
Myndir  fjallhrun