Ella Jóna


Faldbúningurinn í Tungufelli

Það hafði lengi blundað í mér að sauma skautbúning en það hafði verið fjarlægur draumur.  Þegar ég var að þrífa Tungufellskirkju og undirbúa fyrir messu haustið 2013 fékk ég þá hugmynd að nota skreytingarnar á altarinu og umgjörð altaristöflunnar til að sauma á búning.  Þessa hugmynd viðraði ég svo við Hildi í […]


Fræðafélag um íslenskan handverksarf hefur verið stofnað

Þann 22. október var haldinn framhalds stofnfundur og Fræðafélag um íslenskan handverksarf stofnað formlega.  Samþykktir þess voru lagðar fyrir aðalfund og samþykktar.  Í stjórn félagsins sitja Elín Jóna Traustadóttir, formaður, Ásdís Björgvinsdóttir, gjaldkeri, Katrín Guðbjartsdóttir, ritari, Birkir Örvarsson og Guðrún Hildur Rosenkjær meðstjórnedur. Aðal markmið félagsins er að stofna Fræðasetur […]


Framhalds stofnfundur

Þann 1. júní 2015 komu nokkrir einstaklingar saman í húsakynnum Annríkis og stofnuðu fræðafélag um íslenska búninga, skart og handverk.  Aðalmarkmið félagsins verður að stuðla að stofnun Fræðaseturs hjá Annríki – Þjóðbúningar og skart og miðla þaðan þeirri þekkingu sem skapast hefur hjá fyrirtækinu. Nú er komið að framhalds stofnfundi sem […]


Fjallkona Hrunamanna

Fjallkona Hrunamanna kemur fram í kyrtli á þjóðhátíðardaginn 17. júní.  Valdar eru konur úr sveitinni til að vera fulltrúi fjallkonunnar ár hvert.  Henni fylgja yfirleitt fermingarbörn tvær stúlkur og tveir drengir sem eru þá í íslenska búningnum.  Stúlkurnar í 20. aldar upphlut og drengirnir í nýja íslenska karlabúninginum. Kvenfélag Hrunamannahrepps […]