Fjallkona Hrunamanna

Fjallkona Hrunamanna kemur fram í kyrtli á þjóðhátíðardaginn 17. júní.  Valdar eru konur úr sveitinni til að vera fulltrúi fjallkonunnar ár hvert.  Henni fylgja yfirleitt fermingarbörn tvær stúlkur og tveir drengir sem eru þá í íslenska búningnum.  Stúlkurnar í 20. aldar upphlut og drengirnir í nýja íslenska karlabúninginum. Kvenfélag Hrunamannahrepps á og sér um klæðnað

Faldbúningurinn í Tungufelli

Það hafði lengi blundað í mér að sauma skautbúning en það hafði verið fjarlægur draumur.  Þegar ég var að þrífa Tungufellskirkju og undirbúa fyrir messu haustið 2013 fékk ég þá hugmynd að nota skreytingarnar á altarinu og umgjörð altaristöflunnar til að sauma á búning.  Þessa hugmynd viðraði ég svo við Hildi í Annríki í messunni.  Hún taldi

Fræðafélag um íslenskan handverksarf hefur verið stofnað

Þann 22. október var haldinn framhalds stofnfundur og Fræðafélag um íslenskan handverksarf stofnað formlega.  Samþykktir þess voru lagðar fyrir aðalfund og samþykktar.  Í stjórn félagsins sitja Elín Jóna Traustadóttir, formaður, Ásdís Björgvinsdóttir, gjaldkeri, Katrín Guðbjartsdóttir, ritari, Birkir Örvarsson og Guðrún Hildur Rosenkjær meðstjórnedur. Aðal markmið félagsins er að stofna Fræðasetur um íslenska búninga, skart og

Framhalds stofnfundur

Þann 1. júní 2015 komu nokkrir einstaklingar saman í húsakynnum Annríkis og stofnuðu fræðafélag um íslenska búninga, skart og handverk.  Aðalmarkmið félagsins verður að stuðla að stofnun Fræðaseturs hjá Annríki – Þjóðbúningar og skart og miðla þaðan þeirri þekkingu sem skapast hefur hjá fyrirtækinu. Nú er komið að framhalds stofnfundi sem haldinn verður fimmtudaginn 22. október