Fræðasetur um íslenska þjóðbúninga, skart og handverk er ætlað það hlutverk að standa að rannsóknum og safna heimildum, upplýsingum og fróðleik um allt sem lítur að þessu efni. Félaginu er ætlað að vera miðlæg miðstöð þekkingar sem í samstarfi við aðila á landsbyggðinni og jafnvel víðar, mun aðstoða við uppsetningu sýninga og bjóða upp á fræðslu og námskeið eftir óskum. Hugmyndin er að opna umræðu um þann menningararf sem við eigum, glæða áhuga og þekkingu Íslendinga og annarra hvar sem er í heiminum á þeim verðmætum sem í okkar forna arfi er fólgin. Takmark okkar er að fræða, skapa, njóta og gleðjast saman undir merkjum íslensks handverks í öllum sínum fjölbreyttu myndum.